Heim ÝmislegtOrðrómur Orðrómur: Nokia Lumia 1520

Orðrómur: Nokia Lumia 1520

eftir Jón Ólafsson

Ég er ekki mikið fyrir að tala um tækjaorðróm en þegar mig langar sjálfum í tækið þá geri ég undantekningu. Það er mikið talað um Nokia Lumia 1520 í tæknimiðlum þessa dagana en þetta er nýtt tæki sem er væntanlegt á næstu vikum. Fyrst var talið að Lumia 1520 kæmi í sölu 26. september, síðan í oktober en núna er talað um snemma í nóvember. Almennt er talið að kaupa Microsoft á Nokia hafið tafið fyrir honum sem verður að teljast nokkuð eðlilegt.

Þetta er 6″ sími sem er stærð eða svo kallaður phablet en þetta er stærð sem hentar ekki öllum, heyri oft að þetta sé of lítið fyrir spjaldtölvu og of stórt fyrir síma. Svo sem eðlilegt að fólk segi þetta og vitanlega er þessi stærð ekki fyrir alla, mér fannst t.d. stærðin fáranleg áður en ég prófaði Note II sjálfur en stefni að því að fá mér þennan þegar hann kemur. Miðað við notkun mína á Lumia 925 þá “meikar þetta sense”…

 

Það sem mér finnst spennandi við símann eru speccarnir sem flestir miðlar virðast sammála um

  • Örgjörvi : Fjórkjarna Qualcomm’s Snapdragon 800 processor
  • Vinnsluminni : 2GB
  • Geymsluminni : 32GB og rauf fyrir 64GB minniskort (eða tæp 100GB)
  • Myndavél : 20MP með PureView eins og Lumia 920, 925, 1020.
  • Skjár : 6″ Full HD skjár 1080p

Þessi speccar eru mögulegir með uppfærslu sem Microsoft eru með í vinnslu og heitir GDR3 en þeir m.a. bæta við tveimur auta röðum á skjáinn til þess að aukið skjáplass nýtist.

 

Hér að néðan eru myndir af kvikindinu teknar af TheVerge og Neowin

Lumia_1520_Phab

Lumia-1520

 

lumia-1520

 

NL1520_black

 

Nokia-Lumia-1520-1

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira