Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Margrét Gústavsdóttir

Föstudagsviðtalið – Margrét Gústavsdóttir

eftir Jón Ólafsson

Nú er komið að glóðheitu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið. Eins og venjulega þá er tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælandi minn í dag sannkallaður þúsundþjalasmiður sem brallað hefur margt í gegnum tíðina en flestir þekkja hann líklega sem eiganda og ritstjóra á pjatt.is. Sú vefsíða og þessi eru nú eins langt frá hvorri annari hvað varðar efni og efnistök og hægt er en ég held að langflestir karlmenn hafi einhverntíma ramblað inn á pjatt.is í einhverri rælni. Það er reyndar töluvert síðan pjatt.is varð hluti af vefrúnti mínum enda verðum við nerðirnir að rækta kvennlegu hliðina í okkur af og til.

Pjatt.is er orðinn rótgróin vefsíða en hún var stofnuð 2009 og er í dag leiðandi á sínu sviði, markhópur eru fyrst og fremst konur og má taka fram að pjatt.is er með rúmlega 21.000 konur sem Facebook vini og er það nokkuð magnað á hvaða mælikvarða sem er (vill ekki nota orðið höfðatölu). Það má í þessu samhengi taka fram að hlutfall kvenna af Facebook vinum Lapparanns er aðeins 9% (Hvar eru stelpur nördarnir?)

Þá skal ég hætta þessu rausi og gefa Margrét orðið..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Margrét Hugrún Gústavsdóttir og er eigandi Pjatt.is

Við hvað starfar þú?

Ég ritstýri Pjatt.is – því frábæra vefriti ásamt því að aðstoða fólk og fyrirtæki við PR og hverskonar markaðssetningu á alnetinu. Annars hef ég um árabil starfað við textagerð og blaðamennsku, er menntuð í ljósmyndun og sjálfmenntuð í vefhönnun.

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 4S

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Hann er svo miklu meira en sími.

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Batteríð mætti endast að eilífu og Facebook appið mætti vera hraðara.

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

iPhone 5S, er samt eiginlega spenntari fyrir iOS7 uppfærslunni en nýjum síma

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Mér finnst að Sigmundur Davíð hefði átt að vera í Nike skóm á báðum. Að vera í sitthvorum skónum er ekki nógu mikið pjatt.

 

Lapparinn þakkar Margéti kærlega fyrir spjallið og óskar henni alls hins besta með allt sem hún tekur sér fyrir hendur.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira