Nokia 5110

Nokia 5110

eftir Þórarinn Hjálmarsson

Á svipuðum tíma og Bill Clinton, þáverandi forseti Bandaríkjanna neitað staðfastlega að hafa átt í ástarsambandi með Monicu Lewinski og Keikó flutti aftur til Íslands var ég að eignast minn fyrsta farsíma.

Nokia 5110 er í minningunni einn af betri farsímum sem ég hef átt (og hef ég átt þó nokkra).  Rafhlöðuending var enginn hausverkur, síminn dugði ekki bara heilan vinnudag heldur nánast heila vinnuviku og því laus við stressið seinni partinn við að koma símanum í samband svo hann dugði vonandi fram að háttatíma líkt og maður upplifir núna.

En hvað var svona gott við hann, að undanskilinni rafhlöðunni..

Nokia 5110 var ekki fyrsti farsíminn sem ég hafði notað, pabbi minn átti forlátan Motorola farsíma. Þar sem sim kortið var á stærð við debetkort og símtölin urðu að vera stutt svo að rafhlaðan entist nú eitthvað (sem betur fer var hann með auka rafhlöðu). Jú eins og margir muna eftir þá var hægt að breyta útliti símans með útskiptanlegum framhliðum og nóg var framboðið af þeim. Ég man sérstaklega eftir einu „coveri“ sem ég átti þar sem hlíf var yfir takkaborðinu sem opnaðist svipað og samlokusímarnir gera nú. Man alveg hvað mér þótti töff að vera með svona hlíf yfir honum, þótti reyndar líka töff að vera með símann lafandi í beltinu þannig að mín skilgreining á „töff“ er eitthvað sem hægt er að deila um.

 

Munurinn á þessum tveimur símum var hinsvegar stjarnfræðilegur. Motorola síminn var með lítinn krúttlegan skjá sem gat birt tvær línur í einu. 5110 var hinsvegar með nóg skjápláss (gat birt 5 línur), alveg nóg til þess að maður gat eytt hellings tíma í að láta snák skríða um skjáinn í leit að æti.

 

 

Sá dýrðarljómi sem liggur yfir þessum síma er kannski ekki bundinn í því hversu mörg símanúmer hann gat geymt, hversu lengi rafhlaðan entist eða aðrir „speccar“ sem venjulega eru notaðir til að gera slíkum tækjum almennilega grein í umfjöllun. Þó er eitt sem situr í manni og maður saknar afskaplega mikið í þessum “snjallsímum”. Auðvelt var að fara í stillingar á símanum með því að ýta á valmyndar hnappinn og svo tölurnar beint en 1 er fyrir símaskrána, 2 fyrir sms og svo framvegis.

Fyrir mitt leiti liggur dýrðarljóminn einna helst í frelsinu sem ég öðlaðist við að eignast minn eigin farsíma. Eins og þið sjáið þá er þetta ekki beint umfjöllun eins og Lapparinn hefur verið þekktur fyrir heldur meira ein stór nostalgíu stund sem ég skrifa niður jafnóðum og ég rifja þetta upp.

Endilega bætið ykkar fyrsta farsíma við í athugasemdum

Um símann

  • Call records 8 dialed, 5 received, 5 missed calls
  • DATA GPRS No
  • EDGE No
  • WLAN No
  • Bluetooth No
  • USB No
  • CAMERA No
  • Messaging SMS
  • Browser No
  • Radio No
  • Clock Yes
  • Alarm Yes
  • Games 3 (Memory, Snake, Logic)
  • Languages 28
  • GPS No
  • Java No
    BATTERY Li-Po 600 mAh battery
  • Stand-by 40 – 180 h
  • Talk time 2 h – 3 h 20 min
  • Slim Battery, 900 mAh, Li-Ion, 143 g
  • Stand-by 60-270 h
  • Talk time 3-5 h

Mynd tekin héðan

Myndband tekið héðan

Speccar koma héðan

 

Höfundur er gestapenni á Lapparanum :  @thorarinnh

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira