Heim MicrosoftWindows 7 Uppfært – Síminn bíður uppá Spotify – án auglýsinga

Uppfært – Síminn bíður uppá Spotify – án auglýsinga

eftir Jón Ólafsson

Það vita flestir hvað Spotify er en í stuttu máli er þetta internet tónlistaveita. Með henni getur þú hlustað á tónlist hvenær sem er og hvar sem er – hvort sem þú ert á ferðinni eða situr fyrir framan tölvuna þína.

Með Premium aðgangi er öllum lögum streymt á 320 Kb/s. en það þýðir frábær hljómgæði og á pari við það sem við þekkjum af geisladiskum. Spotify virkar á flestar gerðir farsíma, spjaldtölvur og tölvur og er mjög auðvelt að stofna aðgang og vera með.

 

Síminn bíður nú uppá 6 mánaða Spotify aðgang – án auglýsinga. 

Skráning og upplýsingar hér á vef Símanns – Gildir bara fyrir einstaklinga (ekki fyrirtækjaáskriftir)

UPPFÆRT:  Eins og er virkar þetta bara fyrir einstaklinga en þeir notendur sem eru með fyrirtækjaáskrift fá sama tækifæri fljótlega.

 

Með farsímaáskrift fær notandi þannig aðgang að stærsta farsímaneti landsins og nú einnig Spotify Premium aðgang að stærstu og vinsælustu tónlistarveitu í heiminum.

Spotify hefur verið ört vaxandi þjónusta og spannar tónlistarsafnið nú vel yfir 20 milljónir laga. Það er því nokkuð ljóst að viðskiptavinir Símanns ættu að geta fundið sér tónlist við hæfi alveg sama hvaða tónlist þeir hlusta á.

Það eru margir stórgóðir kostir við Spotify eins og að búa til spilunarlista sem hægt er að deila með vinum á Facebook eða Twitter. Þú getur fylgist með vinum þínum og þeim spilunarlistum sem þeir deila eða bara fylgst með uppáhaldslistamönnunum þínum.

Ég nota Spotify til að hlusta á gamla góða uppáhaldið mitt ásamt því að kanna nýja og spennandi tónlist sem ég hefði annars farið á mis við. Spotify Radio er líka flottur kostur til að kynnast nýrri tónlist en þar vel ég fyrsta lagið og Spotify raðar upp lögum sem ég gæti haft áhuga á.

Endilega prófaðu Spotify ef þú hefur ekki gert það enn… sem viðskiptavinur Símanns hefurðu allavega engu að tapa..

 

Hér eru tenglar í Spotify ef þú ert ekki með það uppsett

Windows borð-, spjald og fartölvur

Windows Phone 8   ( WP7 )

iPhone og iPad

Android

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira