Heim ÝmislegtFyrirtæki Tölfræði – Android útgáfur hjá Símanum

Tölfræði – Android útgáfur hjá Símanum

eftir Jón Ólafsson

Google hafa síðan Android kom fyrst á markað árið 2009 verið duglegir að uppfæra stýrikerfið, bæta við kostum og virkni sem mér þykja spennandi. Þróuninn hefur í raun og veru verið lyginni líkust og einfallt er að halda því fram að Android hafi verið í leiðandi varðandi nýungar og framþróunn á snjallsímum undanfarin ár.

Eftir að hafa notað Android í töluverðan tíma þá pirraði mig hvernig uppfærslum er háttað gagnvart notendum. Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér í eldri pistlum en mér þykja uppfærslur vera eitt af aðalvandamálum Android ásamt öryggisbrestum sem eru endalaust að koma upp. Ég fíla Android og hef alltaf gert en veit að fæstir skipta um síma á 6 mánaða fresti og eru því dæmdir til að vera með gamla útgáfu af Android megin partinn af tímanum sem síminn lifir..

 

Ég tók því út lista af vefsíðum Símanns, VodaFone og Nova þar sem fram kom hvaða símar voru til sölu, hvaða útgáfu af Android þeir gætu mögulega uppfært í og hversu gömul sú útgáfa var. Í stuttu máli þá gátu allir símar sem seldi voru þennan dag (04.07.2013) uppfært stýrikerfið í símanum í allavega 4.0. Þetta er ekki svo slæmt og jákvætt hversu mörg tæki hafa möguleika á því að uppfæra í nýrri útgáfur

 

Ég tók líka saman tölur sem Google hafa sjálfir gefið út yfir hvaða útgáfu af Android notendur í Play Store eru með en þar sést að:

Aðeins 5.6% sem eru að keyra nýjustu útgáfuna
Alls eru 55.6% notenda að keyra eins til tveggja ára gamla útgáfu
Alls eru 38.8% notenda að keyra meira en tveggja ára útgáfa af Android

 

Í framhaldi af þessum uppfærsluhugleiðingum þá leitaði ég til Símanns, VodaFone og Nova til að fá upplýsingum um hvaða útgáfur af Android notendur þeirra eru að nota.

Niðurstaðan er í stuttu máli að Ísland virðist vera í nokkuð slæmum málum hvað varðar uppfærlsur á Android miðað við tölur frá Google um notendur á Play Store.

  • Aðeins 0,8% Android notenda á Íslandi eru að keyra á nýjustu útgáfu af Android.
  • Rúmlega 26% eru að keyra 4.0-4.1 útgáfur sem eru að nálgast 2 ára afmæli sitt.
  • Rúmlega 60% eru að keyra 2.3.x útgáfuna sem er að vera 3 ára afmælið sitt.
  • Afgangurinn eða rúmlega 10% eru að nota 2.1-2.2 sem er að vera 4 ára gamallt kerfi.
Android Hlutur Aldur í dögum
0,0% 1386
2.1 4,8% 1375
2.2 6,4% 1169
2.3.3 – 2.3.7 60,5% 904
3.x 0,1% 748
4.0.3 – 4.0.4 15,9% 594
4.1.x 10,5% 400
4.2.x 0,8% 261

Birt með góðfúslegu leyfi frá Símanum

 

Mér þykir þetta merkileg niðurstaða í ljósi þess hversu mörg tæki virðist vera hægt að uppfæra. Er málið að notendur kunni það ekki eða að símtækinn sem eru á kerfum Símanns eru bara það gömul að ekki sé hægt að uppfæra þau?

Að mínu mati er aðalskýringin á áhugaleysi á uppfærslum hjá Andoid framleiðendum (Samsung, HTC, LG o.s.frv) fyrst og fremst krónur og aurar. Android framleiðendur græða ekkert/lítið á því að uppfæra síma notenda sinni nema mögulega í aukinni viðskiptavild viðskiptavina sem er alltaf ómæld stærð.

Samband Android framleiðanda og Google er því að framleiðendur græða á því að framleiða og selja síma meðan Google græðir á því að notendur séu ánægðir og kaupi sér öpp í Play Store. Viðskiptavinurinn þvælist þarna á milli og smá spurning hver hagur hans sé af þessu samstarfi.

Þetta er svolítið frábrugðið hjá t.d. Apple og Microsoft þar sem þessi fyrirtæki reka forritamarkaði og þeir vilja að sem flestir símar séu uppfærðir og geti þannig keypt nýjustu forritin í app verslun. Þannig má með smá einföldun segja að samband Apple og Microsoft sé líklega meira Win-Win samband við notendur þar sem símar eru uppfærðir (gott fyrir notenda) til þess að geta keypt nýjustu forritun (gott fyrir Apple/MS). Þessu til viðbótar er Apple vitanlega eini framleiðandinn á Apple símum þannig að þetta er Win-Win-Win fyrir þá að uppfæra og hafa alla sátta.

Áður en að allt verður vittlaust yfir þessu þá veit ég vel af því að Windows Phone 7 notendur fengu ekki uppfærslu upp í Windows Phone 8 þar sem WP7 vélbúnaður studdi ekki WP8. Engu að síður hefur WP7 verður uppfært töluvert og er svo sem ekki stór munur á þessum kerfum í dag. Það er staðreynd að WP7 símtæki eru með fullan uppfærslu- og öryggisstuðning frá Microsoft í hið minnsta tæplega 4 árum eftir að kerfið kemur á markað sem verður að teljast jákvætt og ætti að duga út líftíma tækisins.

Reynslan hefur kennt mér að það varla hægt að kaupa sér Android snjallsíma (annan en Nexus) og eiga von á að hann uppfærður strax og nýjar útgáfur koma og þá út allan líftíman. Hafa verður í huga að margir notendur hér í töflunni hér að ofan eru kannski að nota Android síma sem er ekki lengur í sölu (því ekki í samantektinni) og er einfaldlega ekki hægt að uppfæra þá. Eins og ég hef áður bent á þá ráða framleiðendur símana (Samsung, HTC o.s.frv.) hvort símar séu uppfærðir eða ekki. Þetta gerir það að verkum að framleiðendur vilja frekar selja notendum nýjan síma frekar en að eyða tíma/penningum í að uppfæra síma þar sem þeir eru ekki sjálfir að græða neitt af Google Play.

Vill ýtreka að þetta er ekki hugsað sem eitthvað niðurrif á Android kerfið sem slíkt enda hef ég alltaf verið mjög ánægður með kerfið sjálft og mjög margir í skýunum með það. Ég aftur á móti gafst uppá Android vegna þess að flagskipin sem ég átti gleymdust fljótt og fengu ekki uppfærslur og það finnst mér vera vandræði til lengri tíma litið.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira