Heim MicrosoftWindows Mobile Nokia Lumia 925 – Fyrsta upplifun

Nokia Lumia 925 – Fyrsta upplifun

eftir Jón Ólafsson

Er byrjaður að vinna í Nokia Lumia 925 umfjöllun en langar bara aðeins að taka saman fyrstu upplifun mína eftir tæpan sólarhring.

Í stuttu máli þá er Lumia 925 endurunnin útgáfa af Lumia 920 með nokkrum viðbótum eins og fjallað er um í þessum samanburði. Lumia 925 er mun léttari og þynnri en Lumia 920 en þyngd og stærð forverans þótti vera hans helsti ókostur.

Stærsti munurinn er útlitið en Lumia 925 er fyrsti síminn í Lumia línunni sem er ekki allur úr Polycarbonate en framhliðin er skjár, hliðar eru ál og síðan er bakhlið úr Polycarbonate sem hægt er að fá í svörtu, gráu og hvítu.

Lumia 925 er án efa eitt það fallegasta símtæki sem ég hef handleikið. Síminn er massífur og virkar sterklegur í hendi en álið sem umleikur símann gerir mikið fyrir hann. Takkar eru virðast allir vera á „réttum“ stöðum og öll virkni í stýrikerfi sem og venjulegum öppum er algerlega fumlaus og myndavélin…. myndavélin er frábær….

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira