Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Halldór Jörgensson

Föstudagsviðtalið – Halldór Jörgensson

eftir Jón Ólafsson

Nú er komið að fjórða viðtalinu hér á Lappari.com í seríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið.

Sá sem við spjöllum við núna er hann Halldór Jörgensson fráfarandi forstjóri hjá Microsoft á Íslandi. Eins og greint var frá í Viðskiptablaðinu þá hefur Halldór hætt störfum sem forstjóri Microsoft á Íslandi og mun hann leiða sölu- og markaðssetningu á Surface utan Bandaríkjunum. Með Halldór við stjórnartaumana þá gef ég Apple 18-20 mánuði áður en þetta er game over hjá þeim..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Halldór J. Jörgensson, fæddur og uppalinn í Reykjavík.

Við hvað starfar þú?

Microsoft Corporation, Surface division

Hvernig síma ertu með í dag?

Nokia Lumia 920

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Frábær hönnun frá Nokia, stýrikerfi frá Microsoft auk þess að vera með ótrúlega góða myndavél og þráðlausa hleðslu.

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Það kemur fyrir að hann tekur uppá að fara sínar eigin leiðir sem honum var ekki ætlað 🙂

Nýtist síminn við vinnu? Mögulega ómissandi?

Algerlega ómissandi í vinnu og félagslega.

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 2110 og ég setti á hann valhnetu skel.

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Nokia 925 en bíð spenntur eftir EOS

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

Mörgum. Ég nota techNewsNow app á símanum sem færir mér ávallt nýjasta nýtt og gott betur.

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Microsoft Surface verður vinsælasta tölvan innan fárra missera   🙂

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira