Heim ÝmislegtRitstjóri Android útgáfur – Vodafone, Síminn og Play Store

Android útgáfur – Vodafone, Síminn og Play Store

eftir Jón Ólafsson

Í síðustu viku tók ég saman lista yfir Android útgáfur hjá Símanum byggðan á gögnum sem ég fékk frá þeim. Ég hef fengið þó nokkrar athugasemdir varðandi hann, aðallega að pistillinn sé of langur og ýtarlegur en það er önnur saga.

Núna er ég kominn með gögn frá Vodafone og get því borið saman Vodafone, Símann og gögn frá Google.

Tekið saman 29.07.2013

 

Til að einfalda samanburð þá má skoða þetta myndrænt hér að neðan.

Android_Version

Hér má sjá skiptingu eftir Android útgáfu.

 

Android_Version_dev

Hér má sjá skiptingu eftir ISP og síðan Play Store

 

Niðurstaðan er nokkuð augljós, uppfærsluferli Android veldur vandræðum eins og ég fer yfir hér

Þessi atriði vöktu athygli mína.

  1. Aðeins 36% notenda eru með nýjustu útgáfu af Android  (4.0 – 4.1 eða 4.2)
  2. Alls eru 62,5% eru enn að nota 2.x útgáfu sem er 3-4 ára gömul útgáfa af Android.
  3. Íslendungar eru mjög seinir að uppfæra og greinilegur munur á gögnum frá Play Store borið saman við Íslensku fyrirtækin.
  4. Vandamálið er líka að uppfærslur berast oft mishratt á markaðssvæðin  eins og t.d. Bandaríkin vs Norðurlöndin (nordic). Hér (nordic) ráða framleiðendur hvort tækin séu uppfærð og símafyrirtækin hafa ekkert með það að segja meðan í Bandaríkjunum ráða símafyrirtækin hvort uppfærslur framleiðanda fer á símtækin eða ekki. (uppfært eftir ábendingu)
  5. Greinilegur munur á milli Símans og Vodafone varðandi Android útgáfur og athyglivert að velta fyrir sér ástæðu þess.

Ítreka að þetta er ekki vandamál sem rekja má til Símanns eða Vodafone… Uppfærsluferli Android er bara svona uppbyggt.

Google standa sig vel í að uppfæra kerfið en framleiðendur (Samsung, HTC o.s.frv.) vilja frekar selja þér nýjan síma í stað þess að uppfæra stýrikerfið á símanum sem þú ert nýbúin/n að kaupa þér.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira