Heim ÝmislegtGoogle Hlutfall Android tækja í Play Store

Hlutfall Android tækja í Play Store

eftir Jón Ólafsson

Ég rakst á frétt frá Google um Android útgáfur sem tengjast Play Store. Skjalið er gefið út til að einfalda forriturum að ákveða hvaða tæki þeir eiga að styðja í forritum sínum.

Mér þykir þetta áhugavert í framhaldi af pistli sem ég kallaði: Vandamál Android í hnotskurn.
Í mjög stuttu máli þá fjallar hann um þá staðreynd að í dag ræður Googlu engu (litlu) um hvaða tæki eru uppfærð, hvenær eða almennt hvort einhver símtæki fái uppfærslu. Ég get rétt ýmindað mér að Google vilji að allir séu að nota 4.2 útgáfuna af Android en staðreyndin er að svo er ekki.

Hér eru tölur frá Google en samantekið er lítur þetta svona út:

  • Aðeins 5.6% sem eru að keyra nýjustu útgáfuna
  • Alls eru 55.6% notenda að keyra eins til tveggja ára gamla útgáfu
  • Alls eru 38.8% notenda að keyra meira en tveggja ára útgáfa af Android

 

Svona lítur taflan út.

Android Hlutur Aldur í dögum
1.6
0.1% 1364
2.1 1.4% 1353
2.2 3.1% 1147
2.3.3 – 2.3.7 34.1% 882
3.2 0.1% 726
4.0.3 – 4.0.4 23.3% 572
4.1.x 32.3% 378
4.2.x 5.6% 239

 

Að mínu mati er ekki við Google að sakast, þeir eru duglegir að koma með nýjar útgáfur og senda þær á Nexus símana sína. Hagur framleiðanda (OEM´s) eins og Samsung, HTC, LG o.s.frv. er ekki að uppfæra síma sem þeir selja. Þeir vilja frekar framleiða og selja notendum nýjan síma og þá yfirleitt með nýjustu útgáfunni.

Ekki að ég hafi áhyggjur af Google sérstaklega en það er samt áhugavert að sjá hvað Google eru “lítið að græða” á því hversu vel Android gengur. Apple sem er “aðeins” með 22.1% markaðshluteild (Q4 2012) á móti 69.2% hjá Android hagnast sama á Q1 2013 og Google gerði allt árið 2012.

Þetta útskýrir mjög líklega afhverju Google virðast hafa meiri og meiri áhuga á því að framleiða og selja síma undir sínum merkjum. Sem dæmi um þetta má nefna Nexus og núna framleiðandan Motorolla sem Google á en þeir eru að koma á markað með Moto X á næstu vikum.

Heimildir
Developer vefur Android
Apple Insider

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira