Heim MicrosoftWindows Mobile Hvað heitir lagið?

Hvað heitir lagið?

eftir Jón Ólafsson

Það þekkja margir snjallsímanotendur forrit eins og SoundHound sem þú getur notað til að þekkja tónlist sem þú ert að hlusta á. Í mjög stuttu máli þá virka þessi öpp svona: sækir app > opnar það > smellir á takka > appið hlustar á lagið > appið segir þér hver flytur.

 

Eins og með margt gott þá er þetta innbyggt í Bing leitina sem er í öllum Windows Phone símum. Þeir sem eru með Windows Phone geta því gert þetta svona.

  • Hvar sem þú ert í kerfinu þá smellir þú á Bing  search-icon  stækkunarglerið
  • Þar neðst fyrir miðju er tónlistartákn sem þú smellir á. Þá fer síminn að hlusta eftir tónlist

Þegar lagið er þekkt þá kemur upp nafn á listamanni og af hvaða plötu lagið er. Einnig er tengill í Xbox Music Store en þar getur notandi verslað plötuna eða bara það lag sem hann hefur áhuga á eða bara lesið umfjöllun um viðkomandi plötu.

 

song1  song2  song3

 

Mögulegt er að þessir aukakostir í Bing komi ekki fram ef þú ert með símann stilltan á Iceland region en svona stilli ég minn síma.

  • Heimaskjá, strýkur til vinstri og opnar settings Settings > Language+region
  • Phone language: English
  • Country/Region:  United States
  • Regional format:  Icelandic
  • Browser & Search language: English (United States)

 

Ég hef notað SoundHound frá því að það kom út á iOS, Android og núna síðan á Windows Phone og þetta er gott app en mér finnst það oft seinlegt og finnur oft ekki það sem ég er að leita að.

 

Meiri upplýsingar um What Song is This má finna hér
Forsíðumynd tekin af wpcentral.com

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira