Heim MicrosoftWindows Server Windows server backup á tvo flakkara

Windows server backup á tvo flakkara

eftir Jón Ólafsson

Flestir stjórnendur fyrirtækja vita mikilvægi þess að taka afrit reglulega til að koma í veg fyrir gagnatap ef eitthvað stórvægilegt gerist. Margir átta sig líka á mikilvægi þess að vera með tvö afritunarsett, eitt á staðnum og annað utan vinnustaðar. Nauðsyn ef t.d. það er brotist inn og þjóni og afritunardisk er stolið eða vegna eldsvoða o.s.frv.

Ég var að hjálpa litlu fyrirtæki sem er með einn Windows 2008 Small Business Server sem vildi losna úr mjög dýrri lausn hjá þjónustufyrirtæki sínu. Skilyrði og markmið viðskiptavinar voru eftirfarandi.

  • Stórlækka rekstrarkostnað á IT en afritun var um 37% af heildarrekstri (w00t)
  • Vélbúnaður/hugbúnaður/þjónustan (heildarlausnin) ekki kosta meira enn 100.000 í rekstri á ári
  • Fyrirtækið vildi taka dagleg afrit (Full Backup) af mikilvægustu gögnunum
  • Hafa róterandi afritunarsett sem staðsett er bæði á vinnustað og utan

Vitanlega eru til margar mjög góðar afritunarlausnir en mér fannst Windows Backup sem er innbyggt í þjóninn þeirra tilvalinn í verkið. Server backup virkar mjög vel og er einfallt að aðlaga launina að flestu með bat/cmd/ps scriptum sem bæta við margvíslegum krúsidúllum og/eða aukavirkni.

Það sem ég gerði fyrst var að fara yfir gögnin sem verið var að taka afrit af og eftir smá yfirlegu var hægt að minnka afritunarmagn um ca 30%. Aðallega var þetta vegna þess að starfsmenn voru með tónlist og bíómyndir á Sameign en það var inni þáverandi afritunskema.

Fyrirtækið fór í góða naflaskoðun með mér og voru gögnin flokkuð í A, B og C flokka.

  • A voru gögn sem þeir vildu fá í afritunarskema voru 90GB
  • B voru gögn sem þeir afrituðu sjálfir mánaðarlega yfir á utanáliggjandi flakka.
  • C voru gögn sem “skipta ekki máli” og hægt var að finna aftur eða einfaldlega lifa án.

Fyrirtækið ákvað að nóg væri að vera með tvö rúllandi sett af A gögnum, vildu þeir geta skipt um afritunardiska/sett vikulega. Ef eitthvað stórvægilegt gerist þá er elsta afrit í mesta lagi 6 daga gamallt sem var ásættanlegt að þeirra mati. Miðast við að tjónið gerist á þriðjudegi og að skipt hafi verið um disk á miðvikudegi vikuna áður.

Nóg komið af rugli, svona gerði ég þetta.

  • Keypti tvo 2TB flakka.
  • Skilgreindi diskana í CMD sem disk1 og disk2 í afritunarsetti
  • Setti afrit af stað….

 

Uppsetning á diskum

Skref 1
Merkja diska skilmerkilega sem DISK_01   –   DISK_02  –  o.s.frv. ef það eru fleirri diskar…
Best að finna gott flutningsbox fyrir diskana sem verja þá fyrir hnjaski

Skref 2
Tengdi DISK_01 við þjóninn

Skref 3
Opnaði Windows Backup og bjó til afritunarskema þar sem skilgreint er hvað á að afrita, hvenær og hvert. Þá valdi ég DISK_01 sem afritunarstað og þá er diskurinn forsniðinn og merktur þjónanafni_disk_01 eða sambærilegt.

Skref 4
Næst aftengdi ég DISK_01 og tengdi DISK_02 við þjóninn. Nauðsynlegt er að bíða þangað til þjónninn hefur fundið diskinn en það getur tekið smá tíma í fyrsta skipti. Ég opnaði Disk Management til að sjá að hann var tengdur og að þjónninn hafi fundið hann.

Skref 5
Opna CMD og skrifa:   wbadmin get disks > c:\disks.txt
Þetta býr til textaskjal með diskaupplýsingum og þar á meðal GUID (Disk identifier)

Skref 6
Opna næst C:\disks.txt og finna GUID á disknum sem ég vildi bæta við skemað (COPY)
ATH: GUID er öll runan og lítur t.d. svona út:   {3ddee5b4-0000-0000-0000-000000000000}

Skref 7
Opna CMD aftur og skrifa:    wbadmin enable backup -addtarget:GUID
Dæmi:    wbadmin enable backup -addtarget:{3ddee5b4-0000-0000-0000-000000000000}

Skref 8
CMD staðfesti að ég vildi bæta við þessum disk, hvort ég vildi forsníða o.s.frv. og merkti diskinn síðan sem þjónanafni_disk_02

* Það er síðan hægt að endurtaka skref 4 til 8 ef það eiga að vera fleiri diskar í afritunarskema.
* EKKI er hægt að hafa báða tengda á sama tíma og ætlast til þess að afritið fara á bæði drifin…

 

Kostir við að nota þessa leið eru að mínu mati

  • Lausnin er ókeypis ef fyrirtækið á Windows Server 2008+ leyfi
  • Windows Server Backup tekur Fullt/Breytinga (Full/Incremental) afrit á viðkomandi disk og er það alltaf óháð öðrum diskum. Þetta gerir það að verkum að þú getur haft DISK_01 tengdan í ár þess vegna og skipti síðan yfir á DISK_04 næst án vandræða.
    Sem sagt.. hugbúnaður gerir ekki upp milli diska og hver diskur er óháður öðrum.
  • Ef þú þarft að sækja gögn í afrit aftur í tíma þá velur þú dagsetningu og hugbúnaðurinn segir þér hvaða diskur er með viðkomandi afrit. Ef þú hefur merkt diskana vel/rétt þá ætti það að vera einfalt.
  • Ef diskur bilar þá bætir þú öðrum diski við með skrefum 4-8 hér að ofan og heldur áfram.
  • Notandi getur þess vegna verið með sex diska í skema, einn fyrir virka daga og síðan einn fyrir helgar….

 

Nauðsynlegt er að fara reglulega (vikulega að lágmarki) í Backup GUI til að fulltryggja að afritun heppnist sem skildi en hér sést skjámynd af Backup GUI á einum þjóni hjá mér.

 

 

Enginn afritunarleið er fullkomin en ef fyrirtækjum vantar mjög ódýra leið sem bíður uppá lágmarks failover þá er þetta ein besta leiðin að mínu mati.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira