Heim Ýmislegt Neyðarlínu appið – 112

Neyðarlínu appið – 112

eftir Jón Ólafsson

Appið 112 Iceland er til þess fallið að auðvelda leit að fólki sem týnist en það gegnast hinum mikla fjölda fólks er notar snjallsíma og þéttir þannig öryggisnetið sem fyrir er í landinu.

Ef notandi er á leið í ferðalag eða er í óþægilegum aðstæðum, þá er mjög einfalt að skilja eftir GPS slóð hjá Neyðarlínuna án þess þó að kalla á eiginlega hjálp.

 

 

Forritið er mjög einfalt í notkun

Hægt er að skilja eftir slóð eða „brauðmola“ með því að ýta á græna takkann. Við það sendir síminn upplýsingar um staðsetningu og tímasetningu til Neyðarlínunnar. Síðustu fimm skráningar eru geymdar og einungis notaðar við leit eða björgun þar sem óttast er um afdrif viðkomandi.

Rauði takkinn er til þess að hringja í 112 en jafnframt verður staðsetning notenda send til Neyðarlínunnar, til að tryggja að viðbragðsaðilar komist hratt og vel á réttan stað.

 

 

 

Til þess að auðvelda björgunarfólki að vita hver sendi neyðarkallið þá er mikilvægt að fylla inn grunnupplýsingar um notenda í uppsetningu. Það er óþarfi að vera í 4G sambandi til þess að nota appið því hefðbundið GSM samband nægir.

 

Appið er ókeypis og til fyrir öll helstu símastýrikerfi

iPhone

Android

Windows

Here in English

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira