RSS í Outlook

eftir Jón Ólafsson

Mikið er búið að tala um ákvörðun Google að loka Google Reader þjónustunni sinni sem hefur verið leiðandi RSS veita síðan 2005. Fyrir þann tíma var mikið úrval af þjónustum (ókeypis og keyptum) en þegar Google bauð uppá sambærilega eða betri lausn ókeypis þá drapst samkeppnin. Þetta er líklega rót vonbrigða notenda Google Reader, Google “drap” samkeppnina og yfirgefur síðan lausnina.

Ég hef notað Outlook til að sjá um RSS safnið mitt í mörg ár en með því get ég samstillt RSS milli Outlook og Internet Explorer á öllum tölvum sem ég nota. Outlook er samstillt við Exchange server og Outlook.com og er því hýst miðlægt á tveimur þjónum og aðgengilegt. Aðalkosturinn er að ég missi ekki að neinu sem gerist og get alltaf leitað í gömlum RSS því leitinn í Outlook er mjög góð.

Í stuttu máli þá samstillir Outlook sig við RSS sem eru undir Favourite > Feeds (CFL list) í Internet Explorer en það er mjög einfalt að virkja þessa samvirkni.

 

Opna File flipa

1  

 

Þar þarf að velja Options

2  

 

Þar er Advanced valið og undir RSS Feeds er valið
Syncronize RSS Feeds to the Common Feed List (CFL) in Windows.
   3

 

Þar með er þetta komið og það verður til RSS mappa í Outlook sem samstillir sig sjálfkrafa. Eina sem notandi gerir til að bæta við RSS streymi er að opna viðkomandi síðu í Internet Explorer og gerast áskrifandi (Subscripe to RSS feed).

ATH Þetta er gert eins í Outlook 2007, 2010 og 2013

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira