Heim MicrosoftWindows 7 Windows Deployment Services

Windows Deployment Services

eftir Jón Ólafsson

Verkefni : Enduruppsetning á 20+ vinnustöðvum á mjög skömmum tíma.

 

Í gamla daga 🙂  þá notaði ég Norton Ghost til að setja upp margar vélar yfir LAN og gekk það ágætlega. Stæðsti gallinn að mínu mati var samt að það tók langan tíma að setja þetta upp og stilla af svo að vel megi vera. Núna er komið að því að gera þetta aftur en það eru 2-3 ár síðan ég gerði þetta síðast…  Ég vissi að HZ var eitthvað búinn að bralla við þetta hjá Þekkingu og því splæsti ég í símtal í kvikindið og eftir það ákvað ég að prófa Windows Deployment Services en þetta er innbyggt í Microsoft Servera frá 2003 SP2.

Þetta product er í stuttu málið alger snilld en það tók mig ca 20 mín að koma öllum Windows 7 IMG yfir í WDS GUI og stilla allt af, besta er að það þarf ekkert að eiga við DHCP eða DNS til þess að clientar geti bootað af WDS server (sem er á sama subneti).

Mæli með því að þið prófið þetta í test umhverfi ef þið eigið það, eða bara næst þegar það stendur til að deploy´a stýrikerfum á vélar…

Hefði verið gaman að hafa þetta á verkstæðinu í TL þegar ég var þar, hefði sparað okkur mikla penninga við diskakaup og tíma við að búa til Ghost Image af ÖLLUM seldum vélum.

2 þumlar  🙂

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira