Heim MicrosoftWindows 10 Instagram app fyrir Windows 10

Instagram app fyrir Windows 10

eftir Jón Ólafsson

Það þekkja líklega flestir Instagram en þetta samfélagsmiðill sem hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin ár, Instagram er í stuttu máli miðill sem notendur nota til að deila myndum eða stuttum myndböndum með vinum og fjölskyldu. Það er ekkert langt síðan Facebook keypti Instagram og halda þeir áfram þróunn á UWP öppum fyrir Windows en fyrr hafa þeir gert Facebook og Messenger app fyrir Windows 10.

Núna er loksins komið app fyrir Instagram app fyrir öll Windows 10 tæki en það má sækja með því að smella á þennan tengil. Þá er hægt að skoða, líka og deila því efni sem vinir þínir hafa nú þegar sett inn með tölvunni þinni, einnig er að hægt að deila efni með myndavélinni á tölvunni eða spjaldtölvunni.

 

Núna er líka hægt að deila eldri myndum sem þú átt á tölvunni með einföldum hætti..

  1. Opna myndina í Photos sem er innbyggt í Windows 10
  2. Smella á Share táknið sem er í efstu stykunni
  3. Velja þar Share file
  4. Velja þá Instagram í Share mynd sem opnast.

 

1

Frekari upplýsingar um Instagram appið má sjá á Instagram blogginu.

 

………….

Þetta er fyrsta útgáfa af nýju appi sem kemur líklega til með að þróast á næstu vikum og mánuðum en mér hefur verið bent á að það geta verið vandræði við að hlaða inn mynd í einstaka tilvikum en þá er sniðugt að nota InstaPic sem einnig er fáanlegt fyrir Windows 10.

Ábending með Instagram og InstaPic kom frá Atla Jarli

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira