Heim Ýmislegt Netflix & Chill – Hnappurinn

Netflix & Chill – Hnappurinn

eftir Haraldur Helgi

flxkVZjMargir gætu kannast við að hafa heyrt talað um “Netflix & Chill” á hinum ýmsu miðlum undanfarið.

 

En það er eitthvað sem gæti flokkast undir stefnumótamenningu eða einfaldlega nýtt nafn yfir “kósýkvöld” þar sem tveir eða fleiri setjast fyrir framan skjáinn og horfa á afþreyingarefni á Netflix og eiga gæðastund, jafnvel með gos og snakk.

 

 

Vefsíðan Hackaday fjallaði á dögunum um hnapp sem Netflix eru búnir að hanna og smíða.
Hnappurinn er mikið til hannaður til þess að framkvæma “Netflix & Chill”.

1451267240328987023

 

Á vefsíðu Netflix er ítarleg lýsing á því hvernig hægt er að búa þennan hnapp til en möguleikarnir fyrir virkni hnappsins virðast vera nokkurnvegin óendanlegir.
Hægt er að láta hnappinn dimma ljósin, kveikja á sjónvarpinu og Netflix auk þess sem jafnvel má láta hann panta pizzu.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá að grunntækið í hnappnum er Rasperry Pi smátölva ásamt aukahlutum sem hægt er að frá hjá Miðbæjarradíó. Þá er bara að finna þrívíddarprentara og útbúa restina ásamt því að slíta upp tálgunarhnífinn og byrja að spæna niður eikarkubb.

netflix

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira