Heim Föstudagsviðtalið Elín Sif Halldórsdóttir

Elín Sif Halldórsdóttir

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 77 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

Við höldum áfram með Eurovision þáttakendur en núna er það við hana Elín Sif #krúttið sem keppir einmitt á úrslitakvöldinu í kvöld. Við kvetjum alla til að taka þátt á Twitter í kvöld með #12stig og með því að kjósa uppáhaldslagið ykkar.

 

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Elín Sif og er 16 ára stelpa úr Reykjavík.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er nú bara í skóla, kláraði tíunda bekk síðasta vor sem var rosa stuð en einmitt núna er ég á fyrsta ári í MH. Undanfarin ár hef ég verið mikið í dansi, þá aðallega ballett og var erlendis í professional ballettskóla fyrir ekki of löngu. Fékk þar að kynnast allt öðruvísi heimi og gekk í kaþólskan einkaskóla með skólabúningum og öllu. Síðast liðið hef ég annars bara verið að leyfa tónlistinni að leiða mig í aðrar áttir og prófa margt nýtt.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég fer í skólann og hitti vini mína. Ég spila líka mikið á gítarinn minn eða píanóið, get alveg gleymt mér klukkutímunum saman.

 

Lífsmottó?

Öll þessi sem segja þér að lífið sé stutt og þú eigir bara að gera það sem þú vilt og vera hamingjusamur 🙂

 

Hvað er helst að frétta af tónlistinni hjá þér? Er þetta eitthvað sem þú stefnir á að vinna við í framtíðinni?

Núna er það bara söngvakeppnin, annars er ég tiltölulega nýlega byrjuð að semja og spila lög og finnst það rosa gaman. En ég hefði aldrei giskað á það að ég væri í þessum sporum fyrir 2 árum, svo hver veit hvað ég verð að gera eftir tvö önnur ár.

 

Hver vinnur söngvakeppnina og ertu með eitthvað slúður af keppendum?

Sigurvegarinn er oftast sá sem fær flest atkvæði skilst mér.

 

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

OS X

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Svona silfurlitaðan iphone 5s

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Frekar pirrandi hvað það getur verið erfitt að hitta á réttu stafina þegar ég er að skrifa sms. Ef ég vanda mig ekki nóg verða þau óskiljanleg. En annars er allt frábært við þennan síma.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  • Senda snöpp
  • Taka myndir
  • Hringja
  • Nota voice memos mikið þegar ég er að byrja að semja lög.
  • Hlusta á tónlist.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Gulllitaður Nokia c3, langþráður í fermingjagjöf frá frænkum mínum.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Símann minn 🙂

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Ég vil bara þakka kærlega fyrir mig og bið fólk um að hugsa jákvætt og vona að þið eigið góðan dag. Merci 🙂

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira