Heim Microsoft OneDrive og Office 365 notendur athugið.

OneDrive og Office 365 notendur athugið.

eftir Jón Ólafsson

Nú fyrir skemmstu tilkynntu Microsoft að þeir væru að stórlækka verð á OneDrive skýlausn sinni sem keppir við Dropbox og Goggle Drive t.d. ásamt því að geymslurými sem fylgir með áskrift af Office 365 eykst umtalsvert.

Þessar verðlækkanir og geymsluaukningar eru umtalsverðar og má telja líklegt að nú muni enn fleiri velja OneDrive sem sína skýlausn en áður. Þessar breytingar taka gildi næstu mánaðarmót og munu núverandi áskrifendur/notendur fá þessa aukningu sjálfkrafa.

 

OneDrive

Núna lágmarks geymslurými vera 15Gb í stað þeirra ókeypis 7Gb sem notendur fengu við skráningu. Þetta er umtalsverð aukning og mun mögulega duga langflestum ein og sér en ef 15Gb duga ekki þá lækka verðin til áskifenda sem eru bara með OneDrive (ekki Office 365) eftirfarandi:

  • 100Gb kemur til með að kosta $1.99 eða um 250 krónur á mánuði
  • 200Gb kemur til með að kosta $3.99 eða um 500 krónur á mánuði

 

Office 365

Office 365 áskrifendur fá líka sitt við þessar breytingar, gagnamagn á OneDrive sem fylgir með Office 365 áskrift eykst umtalsvert. Frá og með næstu mánaðarmótum mun fylgja með 1TB af geymslusvæði fyrir hvern notenda

Þetta þýðir að þeir sem eru með Office 365 áskrift fá aðgang að nýjustu útgáfu af vinsælasta hugbúnaði í heimi, Office pakkanum ásamt hugbúnaði fyrir tölvurnar, spjaldtölvur og snjallsímann….  ásamt eins og fyrr segir aukningu af gagnamagni sem fylgir með áskrift.

 

Heimild: Microsoft OneDrive Blog

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira