Heim Microsoft Satya Nadella er nýr forstjóri Microsoft

Satya Nadella er nýr forstjóri Microsoft

eftir Jón Ólafsson

Það hafa verið ýmsar sögusagnir um hver tekur við Steve Ballmer sem CEO hjá Microsoft og núna er það loksins staðfest, Satya Nadella tekur við stjórnartaumunum.

 

Satya er 46 ára og hefur verið að vinna hjá Microsoft í rúmlega 20 ár þannig að hann þekkir fyrir tækið vel en hér að ofan má sjá fyrsta viðtalið sem tekið er við Satya.

 

 

Bill Gates hættir sem stjórnarformaður en tekur við nýjum titli sem “stofnandi og tæknilegur ráðgjafi” (e. Founder and technology advisor) en hér má sjá hann bjóða Satya velkominn til starfa sem nýr forstjóri Microsoft.

 

 

Kveðja frá Steve Ballmer

 

Satya hefur komið að mörgu innan Microsoft eins og t.d. Bing leitarvélinni, viðskiptahluta Office en síðast en ekki síst hefur hann leit skývæðingu fyrirtækisins en margir telja að Microsoft muni leita enn meira uppí skýið við þessa breytingu. Þetta er kannski enn betur gert skil í bréfi frá Satya til starfsmanna þar sem hugtakið “cloud-first” kemur fjórum sinnum fyrir.

Þó svo að Satya sé kannski ekki mjög þekktur útá við þá er hann virtur og vinsæll innan Microsoft en hann á eftir að sanna sig fyrir fjárfestum og fyrirtækjum sem versla við tæknirisann. Áhugasamir geta skoða kynningu hjá Microsoft á Satya sem má finna hér.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira