Heim Microsoft Surface Pro – Dagur 2

Surface Pro – Dagur 2

eftir Jón Ólafsson

Dagur 1 fór að mestu í fara yfir fartölvuna og setja upp forrit sem ég nota upp á Surface Pro ásamt því að setja upp og “endurhugsa vinnuflæðið” mitt. Ég nota SkyDrive undir vinnu og einkaskjöl og því einfallt að færa gögnin á Surface. Ég setti SkyDrive desktop appið upp, setti inn user/pass og þá komu öll gögnin mín á Surface, einfallt og mjög fljótlegt.

Það eru samt 2 gallar sem ég finn við núverandi vélbúnað/tengimöguleika á Surface Pro

  1. DisplayPortið á Surface Pro styður ekki raðtengda (daisy-chained) skjái. Þetta er takmörkun í Intel Ivy Bridge GPU en mun vera hægt á vélum með Haswell CPU/GPU
  2. Windows 8 styður ekki mismunandi DPI á milli skjáa sem þýðir að ef ég er með texta stækkaðan (t.d. 125%) á Surface Pro þá er það líka þannig á aukaskjánum. Þetta er ekkert vandamál en kvimleitt og Microsoft lagar þetta þegar Windows 8.1 kemur út.

Þar sem Surface Pro er ekki með venjulegu VGA tengi fyrir skjáinn eins og fartölvan, heldur venjulegt mini displayport þá fór ég í Tölvutek til að redda því. Ég fann þar Mini DisplayPort í VGA breytistykki en ásamt því eiga þeir breytistykki í DVI og Full-HDMI ef það hentar betur. Þannig er ég með 1x auka 24″ skjá tengdan við Surface Pro en þar er ég með það forrit sem ég vinn á hverjum tíma og vöktun og Skype á Surface skjá.

Þó svo að það sé galli að ekki sé hægt að raðtengja skjái við Surface Pro þá eru til lausnir. Sem dæmi þá er myndin hér að ofan af uppsetningu hjá einum Twittara sem þar sem hann er með Surface Pro tengda við HP 3005pr Replicator og nær því 1080p upplausn á báða skjáina.

 

Annars er vélin að gera allt sem ég prófa á henna, öll ritvinnslu og hefðbundin skrifstofu forrit virka með stæl. Ég nota hana sem desktop vél þegar ég er á skrifstofunni og grip hana með mér þegar ég þarf að sinna fyrirtækjum. Frábært að vera með “venjulega” PC tölvu með mér þegar ég er á rúntinum milli fyrirtækja, tölva sem er samt “í spjaldtölvu líki” og undir 1 KG að þyngd.

Ég skildi hleðslutækið eftir í vinnunni í gær og rafhlaðan dugði vel í allt gærkvöldi en ég þarf að prófa og mæla rafhlöðuna betur.

Mynd og tíst birt með leyfi frá Owen Williams

Viðbót þessu tengt
Surface RT umfjöllun
Surface Pro Umfjöllun

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira