Heim ÝmislegtFyrirtæki Fyrirtæki og snjallsímar – Öryggi og notagildi

Fyrirtæki og snjallsímar – Öryggi og notagildi

eftir Jón Ólafsson

 

Öryggisáskoranir

Segja má að kerfisstjóri nútímanns þurfi ekki bara að hugsa um aðgengi að tölvupósti (með EAS/POP3/IMAP) heldur einnig líka hugleiða hvort öll þessi snjalltæki séu almennt æskileg á innra- eða ytraneti fyrirtækisins út frá öryggissjónarmiðum. Með eftirlitshugbúnaði (Mobile Device Management – MDM) þá getur hann haft eftirlit með þessum tækjum og stillt hvaða skilyrði snjalltækin þurfa að uppfylla til að mega tengjast kerfum fyrirtækisins. Þessi hugbúnaður gerir kerfisstjóra til dæmis kleyft að setja reglur eins og að loka á Jailbrake og Root´uð tæki vegna öryggisáhættu eða jafnvel aftengja hluti eins og myndavél eða Bluetooth í vinnutækinu.

Mikla útbreyðsla á snjallsímum getur þannig orðið auka höfuðverkur fyrir okkur sem rekum tölvukerfin því þó svo að það geti verið virði í því fyrir fyrirtækið að starfsmenn geti tengst utan vinnustaðar þá þurfum við að standa klárir á öryggismálunum, gæta að gögnum, afritun, huga að samvirkni með innri kerfum, uppitíma, huga að uppfærslum á tækjum sem og að sinna hinni sígildu BIN þjónustu (BIN = bilun í notendum).
Síðast en ekki síst þá berum við ábyrgð á því að starfsmenn geti notað innri kerfi fyrirtækisins, án málamiðlana, án þess að slaka á öryggisreglum eða veikja upplifun notenda.

 

Skimun forrita

Eitt af því sem ætti að skipta kerfisstjóra miklu máli er að öll forrit sem eru aðgengileg í Windows Store séu skimuð og prófuð af Microsoft (svipað og Apple gerir) og þurfa þau að uppfylla viss gæða- og öryggisskilyrði til þess að þau verði gerð aðgengileg notendum. Ekki er hægt að setja upp forrit á Windows Phone 8 nema beint af Windows Store og fylgir Microsoft fordæmi Apple að þessu leiti sem ber að fagna. Þetta er ólíkt því sem við þekkjum af Android en þar getur notandi sett upp óskimuð forrit án þess að “root´a” símtækið.

Þetta til viðbótar við góða skjalavinnslu og BitLocker dulkóðun á öllum gögnum sem í tækinu eru (Device Encryption) sem hefur sannað gildi sitt hjá mér en dulkóðun tækja hefur hingað til verið aðalsmerki BlackBerry.

Þegar ég var með Android síma þá velti ég því oft fyrir mér hvaða heimildir forrit þurfa við uppsetningu, ég setti t.d. upp GPS upplýsingaforrit á Android símann minn fyrir nokkru. Appið þurfti aðgang að GPS og gagnasambandi (sem er eðlilegt) og síðan bað forritið um aðgangur að System, SD korti og tengiliðum sem er í besta falli furðulegt en versta falli stórhættulegt í fyrirtækjaumhverfi.

 

Dulkóðun og gagnaöryggi

Þar sem starfsmenn eru oft með mikið af viðkvæmumgögnum með sér í snjallsímanum er ágætt að hafa í huga að ásamt venjulegum lausnum (PIN og password) þá býður WP8 uppá dulkóðun. Þetta er gert með BitLocker á öllum gögnum sem í tækinu eru (Device Encryption) en þetta hefur hingað til verið aðalsmerki BlackBerry. Ef það er SD kort í símanum þá er það ekki dulkóðað en bara er hægt að vista margmiðlunarefni á það, Bitlocker er gert virt miðlægt via EAS.

Þó svo að þetta sé gríðarlegur kostur út frá öryggissjónarmiðum þá er þetta ókostur fyrir þá sem vilja smíða sér-útgáfur af stýrikerfinu ( Custom ROM ). Hvað svo sem hverjum finnst þá er þetta gríðarlegur kostur út frá mínum sjónardyrum.

 

Hér er ágætt myndband sem sýnir öryggislausnir Windows Phone 8, þetta er allt innbygt í stýrikerfið þó svo að Nokia eigni sér þá að einhverju leiti.

 

Forrit í Windows Phone 8

Bestu fréttirnar fyrir langflesta kerfisstjóra eru að það það ætti ekki að vanta mörg auka forrit því að með Windows Phone 8 fylgir til dæmis:

  • Mjög gott tölvupóst forrit sem styður marga EAS tölvupóstreikninga
  • Office Pakki (Word, Excel og PowerPoint)
  • IE er að fullu studdur í SharePoint og renderar allar síður sem ég hef prófað mjög vel.
  • SharePoint tenging er innbyggð og í sérflokki
  • SkyDrive samþætting við vinnustöð á Office skjölum og öðru.
  • One Note fylgir með ásamt PDF reader
  • Ekki Flash support (HTML5)
  • Barnahornið ver viðkvæmar upplýsingar

 

Þó svo að margir haldi því fram að minna framboð á forritum fyrir WP8 geti virkað hamlandi á útbreyðslu þá er ég ekkert endilega sammála því það er ekki magnið heldur gæðin sem skipta mestu máli. Ég notaði til dæmis að staðaldri bara brot af þeim forritum sem ég hef sótt í gegnum tíðina á Play Store. Þó að það er gaman að hafa aðgang að mörgum forritum þá er ekkert virði í því fyrir mig sem notenda ef ég nota þau ekki.

Þetta á sérstaklega við um fyrirtæki því ef allt sem þarf til vinnu er innbyggt þá vantar starfsmanni ekki meira, eða hvað?

 

Sjá líka: Fyrirtæki og Snjallsímar: Tölvupóstur

 

Fyrir lesendur sem hafa áhuga þá er hér myndband þar sem Joe Belfiore yfirmaður Windows Phone deildar Microsoft fer nokkuð ýtarlega yfir kosti WP8:

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira