Heim MicrosoftWindows 8 Microsoft getur lært af Google

Microsoft getur lært af Google

eftir Jón Ólafsson

Það er ekkert langt síðan ég færði mig af Android yfir í Microsoft snjalllausnir en ég átti og notaði nokkra Android síma og spjaldtölvur. Ég ætla ekki að fara í samanburð á þessum stýrikerfum hér en það er eitt sem ég sakna af Android og það er Google Play.

Ég sakna svo sem ekki forritaframboðsins heldur uppsetningunni á markaðnum og hversu einfalt og gott það var að finna forrit. Ég hef verið að bíða eftir uppfærslu á Windows Market síðan ég færði mig yfir en hann er í besta falli mjög takmarkaður, illa hannaður og nýtir illar mismunandi skjástærðir.

Eins og Simon fjallar um hér þá tilkynnti Google í gær að þeir væru að uppfæra markaðinn með það að markmiði að hreinsa til í umhverfinu og gera framsetningu einsleitari og einfaldari þannig að markaðurinn virki eins á milli tækja. Þetta þýðir í stuttu máli að markaðurinn er eins hvort sem notandi skoðar hann með snjallsíma eða fartölvu.

Þetta módel sem Google notar sakna ég í Windows markaði, samrýmt framboð, framsetning og skalanleiki á mismunandi skjástærðum.

  

Eins og sést á þessum myndum sem ég tók af blogginu hjá Google þá lítur viðmótið eins út á Nexus 4 (sími vinstri) og Nexus 7 (spjaldtölva hægri). Þetta útlit verður sameiginleg eða í hið minnsta sambærilegt alveg niður í Android 2.2.

 

Til samanburðar tók ég skjáskot af núverandi umhverfi í Windows 8/RT og Windows Phone 8.

Hér er úr Windows Phone 8 og þessar myndir sýna Spotlight, Collections og Top free

wp_ss_20130409_0004

 

 

Skjáskot af Windows 8/RT og hér sést Spotlight, sem sýnir 10 forrit á 24″ skjá sem styður 1920×1200 skjáupplausn

11

 

 

Hér er Collection uppsetningin en þar eru miklu fleiri flokkar og ekkert samræmi með Windows Phone

2

 

Hér er að lokum Top Free flokkur í samskiptaforritum

4

Eins og sést þá er ekkert samræmi milli Windows 8/RT og síðan Windows Phone. Útlitið er “gamaldags”, ekkert skalanlegt og nýtir því mjög illa stóra skjái.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira